Ákvað að starfa við áhugamálið Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. ágúst 2017 11:00 Birta stakk sér bara beina leið í djúpu laugina og hefur opnað umboðsskrifstofu. Vísir/Ernir „Það er aðallega af því að ég hef mjög mikinn áhuga á markaðssetningu og hef séð úti hvað áhrifavaldar skipta miklu máli í markaðssetningu og eru rosalega stór partur af henni, þannig að ég ákvað að stofna Nora Agency til að bæði uppfylla þörf hérna á Íslandi og að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á. Ég er að afla mér mikilvægra upplýsinga úti sem mig langar til að koma með heim á íslenskan markað,“ segir Birta Líf Þórudóttir aðspurð af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að fleygja sér í djúpu laugina og stofna fyrirtæki. Hún er 21 árs nemi í markaðsfræði við Coventry University og hefur stofnað fyrirtækið Nora Agency en það er umboðsfyrirtæki fyrir íslenska áhrifavalda. „Það er svolítið verið að nota áhrifavaldamarkaðssetningu hér á landi, allavega núna upp á síðkastið og það er mikill markaður fyrir það hérna. Það eru svo margir sem eru með stóran fylgjendahóp sem er þeim mjög tryggur. Það er svo mikið af íslenskum snöppurum og bloggum og fleiru,“ svarar Birta aðspurð hvernig markaðurinn hér á landi líti út í hennar augum. Hér í Fréttablaðinu hefur áður verið sagt frá til að mynda fyrirtækjum eins og Eylendu, Ghostlamp og Takumi.Hverju finnst þér megi brydda upp á hér á íslenskum markaði? „Ég held að það sé hægt að gera svona herferðir skemmtilegri og stærri en það er nú verið að gera. Það er mikið verið að nota Instagram myndir núna – en ég sé fyrir mér að þetta geti verið stærra. Til dæmis geta áhrifavaldar auðveldlega verið andlit fyrirtækja og fleira. Ég sé það mjög mikið úti í Englandi, þar eru stelpur sem eru áhrifavaldar gerðar andlit fatafyrirtækja og fleira. Af því að ég er búsett úti þá langar mig að bjóða íslenskum áhrifavöldum það tækifæri að tengjast erlendum fyrirtækjum.“Hvernig gengur svo hjá þér? „Ég er með heimasíðu uppi núna, þar sem hægt er að hafa samband en hún er í vinnslu. Ég er búin að vera í nokkrum verkefnum en það er allt frekar lágstemmt eins og er. Það eru margar hugmyndir í gangi, en ég stofnaði Nora Agency vegna þess að ég fæ oft góðar hugmyndir um hvað væri hægt að gera svo ég hugsaði bara: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálf og býð áhrifavöldunum upp á þetta?“ Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
„Það er aðallega af því að ég hef mjög mikinn áhuga á markaðssetningu og hef séð úti hvað áhrifavaldar skipta miklu máli í markaðssetningu og eru rosalega stór partur af henni, þannig að ég ákvað að stofna Nora Agency til að bæði uppfylla þörf hérna á Íslandi og að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á. Ég er að afla mér mikilvægra upplýsinga úti sem mig langar til að koma með heim á íslenskan markað,“ segir Birta Líf Þórudóttir aðspurð af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að fleygja sér í djúpu laugina og stofna fyrirtæki. Hún er 21 árs nemi í markaðsfræði við Coventry University og hefur stofnað fyrirtækið Nora Agency en það er umboðsfyrirtæki fyrir íslenska áhrifavalda. „Það er svolítið verið að nota áhrifavaldamarkaðssetningu hér á landi, allavega núna upp á síðkastið og það er mikill markaður fyrir það hérna. Það eru svo margir sem eru með stóran fylgjendahóp sem er þeim mjög tryggur. Það er svo mikið af íslenskum snöppurum og bloggum og fleiru,“ svarar Birta aðspurð hvernig markaðurinn hér á landi líti út í hennar augum. Hér í Fréttablaðinu hefur áður verið sagt frá til að mynda fyrirtækjum eins og Eylendu, Ghostlamp og Takumi.Hverju finnst þér megi brydda upp á hér á íslenskum markaði? „Ég held að það sé hægt að gera svona herferðir skemmtilegri og stærri en það er nú verið að gera. Það er mikið verið að nota Instagram myndir núna – en ég sé fyrir mér að þetta geti verið stærra. Til dæmis geta áhrifavaldar auðveldlega verið andlit fyrirtækja og fleira. Ég sé það mjög mikið úti í Englandi, þar eru stelpur sem eru áhrifavaldar gerðar andlit fatafyrirtækja og fleira. Af því að ég er búsett úti þá langar mig að bjóða íslenskum áhrifavöldum það tækifæri að tengjast erlendum fyrirtækjum.“Hvernig gengur svo hjá þér? „Ég er með heimasíðu uppi núna, þar sem hægt er að hafa samband en hún er í vinnslu. Ég er búin að vera í nokkrum verkefnum en það er allt frekar lágstemmt eins og er. Það eru margar hugmyndir í gangi, en ég stofnaði Nora Agency vegna þess að ég fæ oft góðar hugmyndir um hvað væri hægt að gera svo ég hugsaði bara: af hverju geri ég þetta ekki bara sjálf og býð áhrifavöldunum upp á þetta?“
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira