„Grjótið flýgur í allar áttir“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:00 Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira