Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2017 21:15 Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli en í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, má heyra lýsingu á hristingnum sem farþegi hliðarvagns vélhjóls upplifir. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sjáum í fréttinni þegar horft er yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar. Ferðamennirnir komu sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu í útilegustólum uppi á heiðinni og nutu útsýnisins. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmynd af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni. Þau hollensku eru í annað sinn á ferð um Ísland, fyrst fóru þau hringveginn en nú er það Vestfjarðahringurinn.Þau hollensku ferðast um Vestfirði á mótorhjóli með hliðarvagni.Stöð 2/Egll Aðalsteinsson. „Fyrst fórum við hringveg 1 og nú förum við um Vestfirðina.” -Hvernig líkar ykkur enn sem komið er? „Þetta er mjög gott. Í gær sáum við svo marga fugla og firðirnir hérna eru mjög fallegir,” segir Linda. Þau ferðast um landið á mótorhjóli með hliðarvagni og segjast njóta slíks ferðamáta. „Maður finnur lyktina af öllu miklu betur og maður finnur vindinn og sólina svo okkur líkar það mjög vel.”Ekið niður Hálfdán og að Bíldudal. Þar biðu ferðamannanna vestfirskir malarvegir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er hins vegar einn hængur á, íslenskir malarvegir og sérstaklega þeir á Vestfjörðum. „Stundum núna þegar maður situr í hliðarvagninum og vegirnir eru slæmir er það ekki svo gott því maður er svona...” segir Linda og hristir andlitið ógurlega til að sýna hvernig hún upplifir malarvegina úr hliðarvagninum. „En mér finnst vegirnir miklu betri núna en þegar við vorum hérna síðast.” Þau áttu þá enn eftir að aka um nokkra svakalegustu fjallvegina því framundan hjá þeim voru bæði Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli en í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, má heyra lýsingu á hristingnum sem farþegi hliðarvagns vélhjóls upplifir. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sjáum í fréttinni þegar horft er yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar. Ferðamennirnir komu sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu í útilegustólum uppi á heiðinni og nutu útsýnisins. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmynd af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni. Þau hollensku eru í annað sinn á ferð um Ísland, fyrst fóru þau hringveginn en nú er það Vestfjarðahringurinn.Þau hollensku ferðast um Vestfirði á mótorhjóli með hliðarvagni.Stöð 2/Egll Aðalsteinsson. „Fyrst fórum við hringveg 1 og nú förum við um Vestfirðina.” -Hvernig líkar ykkur enn sem komið er? „Þetta er mjög gott. Í gær sáum við svo marga fugla og firðirnir hérna eru mjög fallegir,” segir Linda. Þau ferðast um landið á mótorhjóli með hliðarvagni og segjast njóta slíks ferðamáta. „Maður finnur lyktina af öllu miklu betur og maður finnur vindinn og sólina svo okkur líkar það mjög vel.”Ekið niður Hálfdán og að Bíldudal. Þar biðu ferðamannanna vestfirskir malarvegir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er hins vegar einn hængur á, íslenskir malarvegir og sérstaklega þeir á Vestfjörðum. „Stundum núna þegar maður situr í hliðarvagninum og vegirnir eru slæmir er það ekki svo gott því maður er svona...” segir Linda og hristir andlitið ógurlega til að sýna hvernig hún upplifir malarvegina úr hliðarvagninum. „En mér finnst vegirnir miklu betri núna en þegar við vorum hérna síðast.” Þau áttu þá enn eftir að aka um nokkra svakalegustu fjallvegina því framundan hjá þeim voru bæði Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði.
Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00