Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2017 13:30 Edda fær frábæra dóma. Ljósmynd/Brynjar Snær. Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. Gagnrýnandi Screen Daily heillast af frammistöðu Eddu Björgvinsdóttur og eys hana lofi. „Senuþjófurinn Edda Björgvinsdóttir á í raun og veru þessa mynd. Hún geislar af biturð og spýtir út úr sér blótsyrðum af slíkum krafti og öryggi að persóna hennar fer samstundis á spjöld kvikmyndasögunnar í flokki eftirminnilegra kvenhetja,“ segir gagnrýnandi Screen Daily í umfjöllun sinni um kvikmyndina. Undir trénu var valin til að keppa til verðlauna á hátíðinni í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri lengd. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úti í Feneyjum fyrir stundu. Myndin er frumsýnd úti klukkan 14:00 að íslenskum tíma.Dramatísk með þrillerkenndu ívafi Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar. Agnes (Lára Jóhanna) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. Gagnrýnandi Screen Daily heillast af frammistöðu Eddu Björgvinsdóttur og eys hana lofi. „Senuþjófurinn Edda Björgvinsdóttir á í raun og veru þessa mynd. Hún geislar af biturð og spýtir út úr sér blótsyrðum af slíkum krafti og öryggi að persóna hennar fer samstundis á spjöld kvikmyndasögunnar í flokki eftirminnilegra kvenhetja,“ segir gagnrýnandi Screen Daily í umfjöllun sinni um kvikmyndina. Undir trénu var valin til að keppa til verðlauna á hátíðinni í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri lengd. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úti í Feneyjum fyrir stundu. Myndin er frumsýnd úti klukkan 14:00 að íslenskum tíma.Dramatísk með þrillerkenndu ívafi Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar. Agnes (Lára Jóhanna) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“