Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 16. maí 2017 06:00 Ekkert verður af því að leyft verði að selja vín í matvörubúðum á þessu þingi að minnsta kosti. vísir/stefán „Í heildina leggur ríkisstjórnin áherslu á að klára sem flest mál,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Mikið mæðir á nefndinni núna þegar stutt er eftir af þinginu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.vísir/eyþórStjórnarkreppa eftir alþingiskosningarnar í lok síðasta árs varð til þess að hægagangur var á Alþingi fyrst um sinn. Fyrir jól var aðeins lögð áhersla á afgreiðslu fjárlaga og þegar ný ríkisstjórn var mynduð upp úr áramótum tók við að skipa í nefndir og koma þingstörfunum í samt horf. Nýliðar á Alþingi skipa formennsku í fjórum stórum nefndum. Samkvæmt vef Alþingis bíða 33 mál þess að komast í fyrstu umræðu, 67 mál eru enn til umræðu í nefndum, fimm mál bíða annarrar umræðu og aðeins eitt mál bíður þriðju umræðu. Það þarf því að halda verulega vel á spöðunum því fram undan eru sex þingfundadagar. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mesta áherslu á ríkisfjármálaáætlun, haftamálin og jafnlaunavottun. Önnur frumvörp félagsmálaráðherra um jafnrétti á vinnumarkaði og nokkur frumvörp umhverfisráðherra eru á meðal þess sem gæti þurft að bíða betri tíma. Hið margumtalaða áfengisfrumvarp, um að áfengi fari í almennar verslanir, næst ekki í gegn. „Það eru mjög mörg þingmannamál sem liggja fyrir nefndinni. Ég er ekkert viss um að það nái einhver þingmannamál fram að ganga en það gæti vel verið að við afgreiðum einhver af þeim ef tími gefst til í lokin en þá komast þau mjög ólíklega á dagskrá þingsins,“ segir Áslaug Arna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGvísir/ernirFréttablaðið hefur áður greint frá að umdeilt tálmunarfrumvarp, sem gerir tálmun umgengni barns við foreldri refsiverða þannig að hún varði fimm ára fangelsi, komist ekki í gegnum þingið. Sömu sögu er að segja af rafrettufrumvarpi heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir séu ekki byrjaðir að ræða við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði sett í forgang. „Við erum í raun í þeirri stöðu að við erum ekki til í að ljúka einhverjum málum á hraðferð. Við eigum nógu mörg dæmi þar sem hreinlega hafa orðið mistök í lagasetningu því verið er að drífa málin í gegn með ónógri vinnu. Við höfum svolítið sagt að við ætlumst til þess að þau upplýsi um það hvaða mál þau leggi áherslu á. Það hefur ekkert skýrst neitt með það.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Í heildina leggur ríkisstjórnin áherslu á að klára sem flest mál,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Mikið mæðir á nefndinni núna þegar stutt er eftir af þinginu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.vísir/eyþórStjórnarkreppa eftir alþingiskosningarnar í lok síðasta árs varð til þess að hægagangur var á Alþingi fyrst um sinn. Fyrir jól var aðeins lögð áhersla á afgreiðslu fjárlaga og þegar ný ríkisstjórn var mynduð upp úr áramótum tók við að skipa í nefndir og koma þingstörfunum í samt horf. Nýliðar á Alþingi skipa formennsku í fjórum stórum nefndum. Samkvæmt vef Alþingis bíða 33 mál þess að komast í fyrstu umræðu, 67 mál eru enn til umræðu í nefndum, fimm mál bíða annarrar umræðu og aðeins eitt mál bíður þriðju umræðu. Það þarf því að halda verulega vel á spöðunum því fram undan eru sex þingfundadagar. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mesta áherslu á ríkisfjármálaáætlun, haftamálin og jafnlaunavottun. Önnur frumvörp félagsmálaráðherra um jafnrétti á vinnumarkaði og nokkur frumvörp umhverfisráðherra eru á meðal þess sem gæti þurft að bíða betri tíma. Hið margumtalaða áfengisfrumvarp, um að áfengi fari í almennar verslanir, næst ekki í gegn. „Það eru mjög mörg þingmannamál sem liggja fyrir nefndinni. Ég er ekkert viss um að það nái einhver þingmannamál fram að ganga en það gæti vel verið að við afgreiðum einhver af þeim ef tími gefst til í lokin en þá komast þau mjög ólíklega á dagskrá þingsins,“ segir Áslaug Arna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGvísir/ernirFréttablaðið hefur áður greint frá að umdeilt tálmunarfrumvarp, sem gerir tálmun umgengni barns við foreldri refsiverða þannig að hún varði fimm ára fangelsi, komist ekki í gegnum þingið. Sömu sögu er að segja af rafrettufrumvarpi heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir séu ekki byrjaðir að ræða við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði sett í forgang. „Við erum í raun í þeirri stöðu að við erum ekki til í að ljúka einhverjum málum á hraðferð. Við eigum nógu mörg dæmi þar sem hreinlega hafa orðið mistök í lagasetningu því verið er að drífa málin í gegn með ónógri vinnu. Við höfum svolítið sagt að við ætlumst til þess að þau upplýsi um það hvaða mál þau leggi áherslu á. Það hefur ekkert skýrst neitt með það.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent