Geta varað við næstu Suðurlandsskjálftum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2017 10:32 Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit. Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit.
Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent