Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 17:09 Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira