Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 17:09 Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira