Markmiðið að hafa hundinn glaðan öllum stundum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2017 13:14 Jóhanna Þorbjörg og Texas, einn af hundunum hennar. mynd/jþm Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira