Markmiðið að hafa hundinn glaðan öllum stundum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2017 13:14 Jóhanna Þorbjörg og Texas, einn af hundunum hennar. mynd/jþm Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira