Lífið

Tvöföld hamingja hjá Björgvini Páli og Karen Einarsdóttur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tvíburar Karenar Einarsdóttur og Björgvins Páls Gústafssonar eru komnir í heiminn og öllum heilsast vel.
Tvíburar Karenar Einarsdóttur og Björgvins Páls Gústafssonar eru komnir í heiminn og öllum heilsast vel. Anton Brink
Tvíburar landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústafssonar og Karenar Einarsdóttur komu í heiminn í nótt. Stelpan mætti fyrst og strákurinn kom þrjátíu og fimm mínútum síðar.

Á instagramreikningi Björgvins segir landsliðskappinn að öllum heilsist vel og ennfremur að hann gæti ekki verið stoltari af mömmunni, Karen Einarsdóttur, sem stóð sig eins og hetja. 

Hjónin hafa ekki farið leynt með það að þau hafa glímt við ófrjósemi. Í þættinum Ísland í dag greindu hjónin frá raunum sínum. Eftir eina tæknisæðingu, þrjár glasafrjóvgunarmeðferðir og tvær uppsetningar á frystum fósturvísum rættist ósk Björgvins og Karenar og Emma Björgvinsdóttir, fyrsta barn hjónanna, kom í heiminn í ágúst 2013. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.