Lagerbäck valdi samherja Ragnars sem næsta fyrirliða Noregs Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 13:00 Lars Lagerbäck fann norska Aron Einar. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira