Ástæðan er sögð að Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði Krímskaga ári fyrr.
Úkraínska öryggislögreglan SBU segir að Samoilovu sé meinuð þátttaka vegna „ólöglegrar heimsóknar“ til Krímskaga.
Hin 27 ára Samoilova hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga árið 2015, en að minnsta kosti 140 rússneskir listamenn eru nú á svörtum lista SBU.
Sjá einnig:Eurovision-stjarnan Dima Bilan á Íslandi
Stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi hafa eldeð grátt silfur á síðustu árum vegna deilna um landsvæði í austurhluta Úkraínuþ
Úkraína vann óvænt Eurovision í fyrra með flutningi söngkonunnar Jamala á laginu 1944. Lagið fjallar um fjöldafólksflutninga Josefs Stalíns á Tatörum frá Krímstaga á tímum síðari heimsstyrjaldar.
Að neðan má sjá framlag Rússlands í Eurovision-keppninni sem fram fer í Kíev í maí. Lagið ber nafnið Flame Is Burning.