Opinská umfjöllun um íslenskan mann sem leitaði sér hjálpar vegna barnagirndar: „Ég hef enga löngun í þetta rugl lengur“ Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 22. mars 2017 20:45 Hann er haldinn barnagirnd, hefur komist býsna nálægt því að brjóta gegn barni en hefur aldrei látið verða af því. Við köllum hann Jón og hann samþykkti að veita fréttastofu viðtal í gegnum Facebook um kynferðislegar langanir gagnvart börnum. Sálfræðingur mannsins, Anna Kristín Newton, segir að meðferð við barnagirnd geti skilað árangri og hvetur aðra í sömu sporum til að leita sér hjálpar. Jón hefur fundið fyrir kynferðislegum löngunum til barna en hefur að eigin sögn ekki brotið gegn barni. Jón hefur ekki sagt neinum frá kenndum sínum nema sálfræðingi sínum en hann getur ekki hugsað sér að hans nánustu viti af hneiðgum hans til barna. Hann er rúmlega þrítugur og kemur frá litlu sjávarplássi utan af landi. Hann er í sambúð með konu og á tvær stúlkur. Hann er í 8-4 vinnu og lýsir sjálfum sér ósköp venjulegum fjölskylduföður. Jón samþykkti að ræða við fréttamann á Facebook eftir stutt spjall í síma. Þar svaraði hann spurningum um barnagirndina sem hann fann fyrst fyrir um fjórtan ára gamall þegar internetið var tiltölulega nýtt. Hann hafi ásamt öðrum strákum á svipuðum aldri verið að sækja klámmljósmyndir á netið og inn á milli hafi verið eitthvað um barnaklám. Hann segir að eitthvað við myndirnar hafi æst hann upp.Anna Kristín Newton.Af hverju ertu í þessu viðtali?„Vegna þess að mér finnst svo mikilvægt að koma því til skila til þeirra sem eru að berjast við brenglaðar, kynferðislanganri og þora ekki að segja frá eða vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér að það er hægt að snúa við áður en skaðinn er skeður.Það að segja sálfræðingi frá brýtur allan brodd af pedofílíu. Ég hef enga löngun í þetta rugl lengur og þetta getur alveg örugglega bjargað mönnum frá því að verða gerendur og að ég tali nú ekki um börnin sem bjargast líka,“ segir Jón. Jón leitaði til Önnu Kristínar Newton, sálfræðings, sem segir að hann hafi sjálfur valið að leita sér hjálpar eftir að hafa heyrt þessa umræðu annarsstaðar frá.„Þarna hefur samband við mig einstaklingur sem hefur áhyggjur af hugsunum sínum, kynlöngunum og hugsunum því tengdu. Meðferð miðar fyrst og fremst að því að reyna að leiðrétta hugsanaskekkjur,“ segir Anna Kristín.Úr Facebook-samtali við Jón.„Við höfum rætt þetta mál til og frá og köfuðum aftur í barnæsku mína. Ég hafði komist yfir klámblöð frænda míns um átta ára gamall og varð forvitinn.Síðan gerist það að ég og jafnaldra mín förum í læknisleik í nokkur skipti sem gengu heldur langt. Ég tel að þarna hafi ég staðnað í kynferðislegri hugsun á mjög svo óviðeigandi og haldið áfram að finnast þetta eðlilegt.Fyrir mér byrjaði þetta þarna. Þetta var fikt og aðeins „smakkað“ á hvort öðru. Gera eins og í klámblaðinu.Ég tek fram að ég lenti aldrei í kynferðislegri áreitni af hendi fullorðins,“ segir Jón. Anna Kristín segir að það kunni að vera að læknaleikurinn sem Jón lýsir hafi mótað kynlífslanganir hans. „Þetta er er akkúrat partur af eðlilegum kynþroska barna, að prófa sig áfram með jafnöldrum á ákveðnum stigum með ákveðnum hætti. Kyssuleikir þegar maður er 4-5 ára, læknisleikir 6-8 ára, þetta er eitthvað sem flest börn gera. Hins vegar kemur fyrir að það myndast svona óæskileg hegðun, það er að segja að læknisleikurinn ílengist, að börnin eru orðin eldri og ennþá í læknisleik. Við vitum kannski ekki oft af þessum læknaleikjum hjá börnunum okkar en yfirleitt, þegar við sem foreldrar, verðum vís að þessum læknisleikjum, tölum við við börnin okkar og leiðréttum þá hegðun,“ segir Anna Kristín.Úr Facebook-samtali við Jón.Finnurðu fyrir kynferðislegri löngun í þín börn eða er annað að hugsa um þín börn?„Nei, fyrr dræpi ég mig en að gera eigin börnum svona nokkuð.Svo vil ég árétta að ég finn ekki fyrir kynferðislegri löngun í börn lengur eða eftir að hafa verið í þessari sálfræðimeðferð. Einfaldlega gerir meðferðin þessar langanir óspennandi og svo fer allur broddur úr þessu ef maður segir einhverjum frá þessu eins og til dæmis sálfræðingi.Ég er svo lánsamur að hafa aldrei brotið af mér gagnvart barni og þegar ég lenti í aðstæðum þar sem mér fannst löngunin ætla að verða viljanum yfirsterkari þá náði ég að leita mér hjálpar,“ segir Jón.Hvernig lýsir sér það þegar þú sérð stúlku sem þér líst á?„Þá kemur upp þessi sama spenna og fór í gang þegar ég fór í læknisleikina í æsku. Þetta eru oft vissar aðstæður eða kringumstæður og jafnvel andrúmsloft. Sem dæmi úr æskunni vorum við í mömmó eða læknisleik í gömlu eyðibýli rétt utan við þorpið okkar. Þetta var gamalt hús og upp á loftinu var beddi sem við „lékum“ okkur íÚr Facebook-samtali við Jón.Svo gerðist það á fullorðinsárinum að ég ætlaði í bíltúr að skoða gamalt eyðihús utan við Reykjavík og þar spyr mig ein 12 ára (ekki ókunnug bara innan fjölskyldu/vina) hvort hún megi koma með og það var mín vegna alveg sjálfsagt. Ég var ekki með neitt kynferðislegt í huga og hún fær leyfi hjá mömmu sinna til að fara með.Og við fórum og erum að skoða okkur um þarna. Á vissu augnabliki þá var þetta andrúmsloft sem var inn í húsinu og þá helltist yfir mig þessi löngun og ég hreinlega þurfti að styðja mig við boginn við vegg og anda inn og anda út og einhvernveginn koma viljanum yfir löngunina.Fyrir alla guðs lukku tókst mér það.“Jón hvetur alla þá sem séu í vandræðum með svipaðar hugsanir og langanir og hann glímdi við að leita sér aðstoðar. Það sé ekki auðvelt en fagaðilar á borð við sálfræðinga og geðlækna geti hjálpað fólki. „Það þarf rosalgea mikið hugrekki til að stíga svona fram og ég verð að segja það að ég er mjög stolt af þessum skjólstæðingi mínum að hann er tilbúinn að stíga þetta erfiða skref, bæði að koma til mín og hvað þá að upljóstra hann sé í meðferð við þessum vanda,“ segir Anna Kristín. Jón útskýrir að óttinn við að vera útskúfaður af samfélaginu hafi verið það sem hélt honum mest frá því að brjóta af sér. Í dag hafi hann hins vegar lært að þetta snúist um meira en það, líf og heilsu barnanna sem brotið er gegn.Sjá má innslagið í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Hann er haldinn barnagirnd, hefur komist býsna nálægt því að brjóta gegn barni en hefur aldrei látið verða af því. Við köllum hann Jón og hann samþykkti að veita fréttastofu viðtal í gegnum Facebook um kynferðislegar langanir gagnvart börnum. Sálfræðingur mannsins, Anna Kristín Newton, segir að meðferð við barnagirnd geti skilað árangri og hvetur aðra í sömu sporum til að leita sér hjálpar. Jón hefur fundið fyrir kynferðislegum löngunum til barna en hefur að eigin sögn ekki brotið gegn barni. Jón hefur ekki sagt neinum frá kenndum sínum nema sálfræðingi sínum en hann getur ekki hugsað sér að hans nánustu viti af hneiðgum hans til barna. Hann er rúmlega þrítugur og kemur frá litlu sjávarplássi utan af landi. Hann er í sambúð með konu og á tvær stúlkur. Hann er í 8-4 vinnu og lýsir sjálfum sér ósköp venjulegum fjölskylduföður. Jón samþykkti að ræða við fréttamann á Facebook eftir stutt spjall í síma. Þar svaraði hann spurningum um barnagirndina sem hann fann fyrst fyrir um fjórtan ára gamall þegar internetið var tiltölulega nýtt. Hann hafi ásamt öðrum strákum á svipuðum aldri verið að sækja klámmljósmyndir á netið og inn á milli hafi verið eitthvað um barnaklám. Hann segir að eitthvað við myndirnar hafi æst hann upp.Anna Kristín Newton.Af hverju ertu í þessu viðtali?„Vegna þess að mér finnst svo mikilvægt að koma því til skila til þeirra sem eru að berjast við brenglaðar, kynferðislanganri og þora ekki að segja frá eða vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér að það er hægt að snúa við áður en skaðinn er skeður.Það að segja sálfræðingi frá brýtur allan brodd af pedofílíu. Ég hef enga löngun í þetta rugl lengur og þetta getur alveg örugglega bjargað mönnum frá því að verða gerendur og að ég tali nú ekki um börnin sem bjargast líka,“ segir Jón. Jón leitaði til Önnu Kristínar Newton, sálfræðings, sem segir að hann hafi sjálfur valið að leita sér hjálpar eftir að hafa heyrt þessa umræðu annarsstaðar frá.„Þarna hefur samband við mig einstaklingur sem hefur áhyggjur af hugsunum sínum, kynlöngunum og hugsunum því tengdu. Meðferð miðar fyrst og fremst að því að reyna að leiðrétta hugsanaskekkjur,“ segir Anna Kristín.Úr Facebook-samtali við Jón.„Við höfum rætt þetta mál til og frá og köfuðum aftur í barnæsku mína. Ég hafði komist yfir klámblöð frænda míns um átta ára gamall og varð forvitinn.Síðan gerist það að ég og jafnaldra mín förum í læknisleik í nokkur skipti sem gengu heldur langt. Ég tel að þarna hafi ég staðnað í kynferðislegri hugsun á mjög svo óviðeigandi og haldið áfram að finnast þetta eðlilegt.Fyrir mér byrjaði þetta þarna. Þetta var fikt og aðeins „smakkað“ á hvort öðru. Gera eins og í klámblaðinu.Ég tek fram að ég lenti aldrei í kynferðislegri áreitni af hendi fullorðins,“ segir Jón. Anna Kristín segir að það kunni að vera að læknaleikurinn sem Jón lýsir hafi mótað kynlífslanganir hans. „Þetta er er akkúrat partur af eðlilegum kynþroska barna, að prófa sig áfram með jafnöldrum á ákveðnum stigum með ákveðnum hætti. Kyssuleikir þegar maður er 4-5 ára, læknisleikir 6-8 ára, þetta er eitthvað sem flest börn gera. Hins vegar kemur fyrir að það myndast svona óæskileg hegðun, það er að segja að læknisleikurinn ílengist, að börnin eru orðin eldri og ennþá í læknisleik. Við vitum kannski ekki oft af þessum læknaleikjum hjá börnunum okkar en yfirleitt, þegar við sem foreldrar, verðum vís að þessum læknisleikjum, tölum við við börnin okkar og leiðréttum þá hegðun,“ segir Anna Kristín.Úr Facebook-samtali við Jón.Finnurðu fyrir kynferðislegri löngun í þín börn eða er annað að hugsa um þín börn?„Nei, fyrr dræpi ég mig en að gera eigin börnum svona nokkuð.Svo vil ég árétta að ég finn ekki fyrir kynferðislegri löngun í börn lengur eða eftir að hafa verið í þessari sálfræðimeðferð. Einfaldlega gerir meðferðin þessar langanir óspennandi og svo fer allur broddur úr þessu ef maður segir einhverjum frá þessu eins og til dæmis sálfræðingi.Ég er svo lánsamur að hafa aldrei brotið af mér gagnvart barni og þegar ég lenti í aðstæðum þar sem mér fannst löngunin ætla að verða viljanum yfirsterkari þá náði ég að leita mér hjálpar,“ segir Jón.Hvernig lýsir sér það þegar þú sérð stúlku sem þér líst á?„Þá kemur upp þessi sama spenna og fór í gang þegar ég fór í læknisleikina í æsku. Þetta eru oft vissar aðstæður eða kringumstæður og jafnvel andrúmsloft. Sem dæmi úr æskunni vorum við í mömmó eða læknisleik í gömlu eyðibýli rétt utan við þorpið okkar. Þetta var gamalt hús og upp á loftinu var beddi sem við „lékum“ okkur íÚr Facebook-samtali við Jón.Svo gerðist það á fullorðinsárinum að ég ætlaði í bíltúr að skoða gamalt eyðihús utan við Reykjavík og þar spyr mig ein 12 ára (ekki ókunnug bara innan fjölskyldu/vina) hvort hún megi koma með og það var mín vegna alveg sjálfsagt. Ég var ekki með neitt kynferðislegt í huga og hún fær leyfi hjá mömmu sinna til að fara með.Og við fórum og erum að skoða okkur um þarna. Á vissu augnabliki þá var þetta andrúmsloft sem var inn í húsinu og þá helltist yfir mig þessi löngun og ég hreinlega þurfti að styðja mig við boginn við vegg og anda inn og anda út og einhvernveginn koma viljanum yfir löngunina.Fyrir alla guðs lukku tókst mér það.“Jón hvetur alla þá sem séu í vandræðum með svipaðar hugsanir og langanir og hann glímdi við að leita sér aðstoðar. Það sé ekki auðvelt en fagaðilar á borð við sálfræðinga og geðlækna geti hjálpað fólki. „Það þarf rosalgea mikið hugrekki til að stíga svona fram og ég verð að segja það að ég er mjög stolt af þessum skjólstæðingi mínum að hann er tilbúinn að stíga þetta erfiða skref, bæði að koma til mín og hvað þá að upljóstra hann sé í meðferð við þessum vanda,“ segir Anna Kristín. Jón útskýrir að óttinn við að vera útskúfaður af samfélaginu hafi verið það sem hélt honum mest frá því að brjóta af sér. Í dag hafi hann hins vegar lært að þetta snúist um meira en það, líf og heilsu barnanna sem brotið er gegn.Sjá má innslagið í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira