Þau temja tófur sem gæludýr í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2017 21:30 Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér. Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér.
Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46