Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:30 Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Vísir Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00