Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:30 Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Vísir Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent