Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:30 Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Vísir Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00