Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2017 19:03 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira