Lögreglan tekur háskaakstur til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júní 2017 18:45 Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar. Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar.
Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38
„Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09