Ólafur telur sárindi frá formannskjöri hafa áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 13:09 Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson. Neytendur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson.
Neytendur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira