Lilja Dögg leggur fram frumvarp um afnám bókaskatts Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 22:03 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/stefán Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Með breytingunum á að afnema bókaskatt. Fulltrúar úr öllum flokkum koma að frumvarpinu og er þverpólitísk samstaða um málið. Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. Nýjar tölur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem unnar eru upp úr tölum Hagstofu Íslands, sýna að 11% samdráttur varð í bóksölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá árinu 2008. Samdráttur í veltu fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,83%. Þá kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að hækkun neðra þreps virðisaukaskatt árið 2014 hafi haft umtalsverð neikvæð áhrif á bóksölu á skömmum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að frumvarpið styðji við meginmarkmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 um að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. Þá kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti á bóksölu voru um 278 milljónir árið 2014, um 374 milljónir króna árið 2015 og um 353 milljónir króna árið 2016. „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu. Þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif af því að efla bókaútgáfu, svo sem aukinn fjölbreytileiki með auknu framboði af bókum ásamt því að styðja við íslenska tungu sem seint verður metið til fjár,“ segir í frumvarpinu. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Með breytingunum á að afnema bókaskatt. Fulltrúar úr öllum flokkum koma að frumvarpinu og er þverpólitísk samstaða um málið. Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. Nýjar tölur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem unnar eru upp úr tölum Hagstofu Íslands, sýna að 11% samdráttur varð í bóksölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá árinu 2008. Samdráttur í veltu fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,83%. Þá kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að hækkun neðra þreps virðisaukaskatt árið 2014 hafi haft umtalsverð neikvæð áhrif á bóksölu á skömmum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að frumvarpið styðji við meginmarkmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 um að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. Þá kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti á bóksölu voru um 278 milljónir árið 2014, um 374 milljónir króna árið 2015 og um 353 milljónir króna árið 2016. „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu. Þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif af því að efla bókaútgáfu, svo sem aukinn fjölbreytileiki með auknu framboði af bókum ásamt því að styðja við íslenska tungu sem seint verður metið til fjár,“ segir í frumvarpinu.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira