Meðhöndlun dróna hefur lagastoð í lög um loftferðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur. Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24