Meðhöndlun dróna hefur lagastoð í lög um loftferðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur. Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24