Brýnt að setja reglur um drónaflug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2017 20:00 Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur. Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur.
Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24
Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15