Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2017 13:25 Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira