Áslaug lækaði að ósk um fund væri lýðskrum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „Stjórnmálamenn eiga auðvitað að skipta sér af lögum sem varða uppreist æru. Þetta á ekki við um mína nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um færslu sem hún lækaði við á Twitter á mánudag. Í umræddri færslu frá Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi og fyrrverandi formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lýsir hann þeirri skoðun sinni að fátt sé meira „lýðskrum en þegar þingmenn krefjast fundar í þingnefnd út af einhverju sem stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af“. Áslaug Arna lýsti velþóknun á þessari fullyrðingu Davíðs með því að líka við færsluna á mánudag, daginn áður en allsherjar- og menntamálanefnd kom saman til opins fundar til að fjalla um reglur um uppreist æru. Fundar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir. Þegar blaðamaður bar undir Áslaugu Örnu hvort hún væri sammála fullyrðingu tístsins kannaðist hún í fyrstu ekki við að hafa séð það. Þegar blaðamaður minnti hana á að hún hefði lækað færsluna sagðist hún telja að færslan hefði því ekki átt við um hennar nefnd. „Ég er sammála því að það er tilgangslaust að halda fundi í nefndum um málefni sem heyra ekki sérstaklega undir nefndina eða sem þingmenn geta ekki gert neitt í. Sem hann er að vitna til.“Áslaug segir ljóst að málefni uppreist æru heyri undir allsherjar- og menntamálanefnd. Hún hafi glöð orðið við beiðni minnihlutans um fundinn enda komi málið á borð nefndarinnar til umfjöllunar þegar það komi frá ráðherra. Þingmenn í hennar nefnd hafi einbeitt sér að málum sem stjórnmálamenn eigi að skipta sér af. „Þess vegna á þetta ekki við í þeim tilfellum.“ Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk á tístum sé málið óheppilegt. „Það er mjög miður að formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli taka undir þessi sjónarmið.“ Eftir umtalaða færslu Áslaugar á Twitter um helgina þar sem hún óskaði eftir ólöglegu streymi á boxbardaga og þessara óheppilegu undirtekta hennar við færslu Davíðs segir hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir hana til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
„Stjórnmálamenn eiga auðvitað að skipta sér af lögum sem varða uppreist æru. Þetta á ekki við um mína nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um færslu sem hún lækaði við á Twitter á mánudag. Í umræddri færslu frá Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi og fyrrverandi formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lýsir hann þeirri skoðun sinni að fátt sé meira „lýðskrum en þegar þingmenn krefjast fundar í þingnefnd út af einhverju sem stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af“. Áslaug Arna lýsti velþóknun á þessari fullyrðingu Davíðs með því að líka við færsluna á mánudag, daginn áður en allsherjar- og menntamálanefnd kom saman til opins fundar til að fjalla um reglur um uppreist æru. Fundar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir. Þegar blaðamaður bar undir Áslaugu Örnu hvort hún væri sammála fullyrðingu tístsins kannaðist hún í fyrstu ekki við að hafa séð það. Þegar blaðamaður minnti hana á að hún hefði lækað færsluna sagðist hún telja að færslan hefði því ekki átt við um hennar nefnd. „Ég er sammála því að það er tilgangslaust að halda fundi í nefndum um málefni sem heyra ekki sérstaklega undir nefndina eða sem þingmenn geta ekki gert neitt í. Sem hann er að vitna til.“Áslaug segir ljóst að málefni uppreist æru heyri undir allsherjar- og menntamálanefnd. Hún hafi glöð orðið við beiðni minnihlutans um fundinn enda komi málið á borð nefndarinnar til umfjöllunar þegar það komi frá ráðherra. Þingmenn í hennar nefnd hafi einbeitt sér að málum sem stjórnmálamenn eigi að skipta sér af. „Þess vegna á þetta ekki við í þeim tilfellum.“ Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk á tístum sé málið óheppilegt. „Það er mjög miður að formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli taka undir þessi sjónarmið.“ Eftir umtalaða færslu Áslaugar á Twitter um helgina þar sem hún óskaði eftir ólöglegu streymi á boxbardaga og þessara óheppilegu undirtekta hennar við færslu Davíðs segir hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir hana til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira