Áslaug lækaði að ósk um fund væri lýðskrum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „Stjórnmálamenn eiga auðvitað að skipta sér af lögum sem varða uppreist æru. Þetta á ekki við um mína nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um færslu sem hún lækaði við á Twitter á mánudag. Í umræddri færslu frá Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi og fyrrverandi formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lýsir hann þeirri skoðun sinni að fátt sé meira „lýðskrum en þegar þingmenn krefjast fundar í þingnefnd út af einhverju sem stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af“. Áslaug Arna lýsti velþóknun á þessari fullyrðingu Davíðs með því að líka við færsluna á mánudag, daginn áður en allsherjar- og menntamálanefnd kom saman til opins fundar til að fjalla um reglur um uppreist æru. Fundar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir. Þegar blaðamaður bar undir Áslaugu Örnu hvort hún væri sammála fullyrðingu tístsins kannaðist hún í fyrstu ekki við að hafa séð það. Þegar blaðamaður minnti hana á að hún hefði lækað færsluna sagðist hún telja að færslan hefði því ekki átt við um hennar nefnd. „Ég er sammála því að það er tilgangslaust að halda fundi í nefndum um málefni sem heyra ekki sérstaklega undir nefndina eða sem þingmenn geta ekki gert neitt í. Sem hann er að vitna til.“Áslaug segir ljóst að málefni uppreist æru heyri undir allsherjar- og menntamálanefnd. Hún hafi glöð orðið við beiðni minnihlutans um fundinn enda komi málið á borð nefndarinnar til umfjöllunar þegar það komi frá ráðherra. Þingmenn í hennar nefnd hafi einbeitt sér að málum sem stjórnmálamenn eigi að skipta sér af. „Þess vegna á þetta ekki við í þeim tilfellum.“ Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk á tístum sé málið óheppilegt. „Það er mjög miður að formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli taka undir þessi sjónarmið.“ Eftir umtalaða færslu Áslaugar á Twitter um helgina þar sem hún óskaði eftir ólöglegu streymi á boxbardaga og þessara óheppilegu undirtekta hennar við færslu Davíðs segir hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir hana til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
„Stjórnmálamenn eiga auðvitað að skipta sér af lögum sem varða uppreist æru. Þetta á ekki við um mína nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um færslu sem hún lækaði við á Twitter á mánudag. Í umræddri færslu frá Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi og fyrrverandi formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lýsir hann þeirri skoðun sinni að fátt sé meira „lýðskrum en þegar þingmenn krefjast fundar í þingnefnd út af einhverju sem stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af“. Áslaug Arna lýsti velþóknun á þessari fullyrðingu Davíðs með því að líka við færsluna á mánudag, daginn áður en allsherjar- og menntamálanefnd kom saman til opins fundar til að fjalla um reglur um uppreist æru. Fundar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir. Þegar blaðamaður bar undir Áslaugu Örnu hvort hún væri sammála fullyrðingu tístsins kannaðist hún í fyrstu ekki við að hafa séð það. Þegar blaðamaður minnti hana á að hún hefði lækað færsluna sagðist hún telja að færslan hefði því ekki átt við um hennar nefnd. „Ég er sammála því að það er tilgangslaust að halda fundi í nefndum um málefni sem heyra ekki sérstaklega undir nefndina eða sem þingmenn geta ekki gert neitt í. Sem hann er að vitna til.“Áslaug segir ljóst að málefni uppreist æru heyri undir allsherjar- og menntamálanefnd. Hún hafi glöð orðið við beiðni minnihlutans um fundinn enda komi málið á borð nefndarinnar til umfjöllunar þegar það komi frá ráðherra. Þingmenn í hennar nefnd hafi einbeitt sér að málum sem stjórnmálamenn eigi að skipta sér af. „Þess vegna á þetta ekki við í þeim tilfellum.“ Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk á tístum sé málið óheppilegt. „Það er mjög miður að formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli taka undir þessi sjónarmið.“ Eftir umtalaða færslu Áslaugar á Twitter um helgina þar sem hún óskaði eftir ólöglegu streymi á boxbardaga og þessara óheppilegu undirtekta hennar við færslu Davíðs segir hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir hana til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira