Áslaug lækaði að ósk um fund væri lýðskrum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „Stjórnmálamenn eiga auðvitað að skipta sér af lögum sem varða uppreist æru. Þetta á ekki við um mína nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um færslu sem hún lækaði við á Twitter á mánudag. Í umræddri færslu frá Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi og fyrrverandi formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lýsir hann þeirri skoðun sinni að fátt sé meira „lýðskrum en þegar þingmenn krefjast fundar í þingnefnd út af einhverju sem stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af“. Áslaug Arna lýsti velþóknun á þessari fullyrðingu Davíðs með því að líka við færsluna á mánudag, daginn áður en allsherjar- og menntamálanefnd kom saman til opins fundar til að fjalla um reglur um uppreist æru. Fundar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir. Þegar blaðamaður bar undir Áslaugu Örnu hvort hún væri sammála fullyrðingu tístsins kannaðist hún í fyrstu ekki við að hafa séð það. Þegar blaðamaður minnti hana á að hún hefði lækað færsluna sagðist hún telja að færslan hefði því ekki átt við um hennar nefnd. „Ég er sammála því að það er tilgangslaust að halda fundi í nefndum um málefni sem heyra ekki sérstaklega undir nefndina eða sem þingmenn geta ekki gert neitt í. Sem hann er að vitna til.“Áslaug segir ljóst að málefni uppreist æru heyri undir allsherjar- og menntamálanefnd. Hún hafi glöð orðið við beiðni minnihlutans um fundinn enda komi málið á borð nefndarinnar til umfjöllunar þegar það komi frá ráðherra. Þingmenn í hennar nefnd hafi einbeitt sér að málum sem stjórnmálamenn eigi að skipta sér af. „Þess vegna á þetta ekki við í þeim tilfellum.“ Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk á tístum sé málið óheppilegt. „Það er mjög miður að formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli taka undir þessi sjónarmið.“ Eftir umtalaða færslu Áslaugar á Twitter um helgina þar sem hún óskaði eftir ólöglegu streymi á boxbardaga og þessara óheppilegu undirtekta hennar við færslu Davíðs segir hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir hana til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Stjórnmálamenn eiga auðvitað að skipta sér af lögum sem varða uppreist æru. Þetta á ekki við um mína nefnd,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um færslu sem hún lækaði við á Twitter á mánudag. Í umræddri færslu frá Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi og fyrrverandi formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lýsir hann þeirri skoðun sinni að fátt sé meira „lýðskrum en þegar þingmenn krefjast fundar í þingnefnd út af einhverju sem stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér af“. Áslaug Arna lýsti velþóknun á þessari fullyrðingu Davíðs með því að líka við færsluna á mánudag, daginn áður en allsherjar- og menntamálanefnd kom saman til opins fundar til að fjalla um reglur um uppreist æru. Fundar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir. Þegar blaðamaður bar undir Áslaugu Örnu hvort hún væri sammála fullyrðingu tístsins kannaðist hún í fyrstu ekki við að hafa séð það. Þegar blaðamaður minnti hana á að hún hefði lækað færsluna sagðist hún telja að færslan hefði því ekki átt við um hennar nefnd. „Ég er sammála því að það er tilgangslaust að halda fundi í nefndum um málefni sem heyra ekki sérstaklega undir nefndina eða sem þingmenn geta ekki gert neitt í. Sem hann er að vitna til.“Áslaug segir ljóst að málefni uppreist æru heyri undir allsherjar- og menntamálanefnd. Hún hafi glöð orðið við beiðni minnihlutans um fundinn enda komi málið á borð nefndarinnar til umfjöllunar þegar það komi frá ráðherra. Þingmenn í hennar nefnd hafi einbeitt sér að málum sem stjórnmálamenn eigi að skipta sér af. „Þess vegna á þetta ekki við í þeim tilfellum.“ Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, segir að þó erfitt sé að lesa í læk á tístum sé málið óheppilegt. „Það er mjög miður að formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli taka undir þessi sjónarmið.“ Eftir umtalaða færslu Áslaugar á Twitter um helgina þar sem hún óskaði eftir ólöglegu streymi á boxbardaga og þessara óheppilegu undirtekta hennar við færslu Davíðs segir hún aðspurð að ekki sé ástæða fyrir hana til að endurskoða hegðun sína á samfélagsmiðlum í ljósi stöðu sinnar og ábyrgðar. „Nei, það tel ég ekki. Ég er búin að biðjast afsökunar á þessu tísti sem var þarna inni í örskamma stund og taldi vera mistök. Að öðru leyti tel ég það ekki vera.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira