Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykavíkur við Bæjarháls er ónýtt vegna raka og myglu. Vísir/Pjetur Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetning glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitur Reykjavíkur muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Efla verkfræðistofa og Vahnen Group frá Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápuaðferðin komi best út varðandi líftíma, áreiðanleika, kostnað og verktíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vesturhúsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 milljónir króna. Þetta eru leikskólaranir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Það er athyglisvert samhengi í ljósi þess að frá mörgum leikskólum borgarinnar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skólastarfi í vetur. Eru margir leikskóla ýmist að fara, eða að íhuga að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetning glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitur Reykjavíkur muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Efla verkfræðistofa og Vahnen Group frá Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápuaðferðin komi best út varðandi líftíma, áreiðanleika, kostnað og verktíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vesturhúsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 milljónir króna. Þetta eru leikskólaranir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Það er athyglisvert samhengi í ljósi þess að frá mörgum leikskólum borgarinnar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skólastarfi í vetur. Eru margir leikskóla ýmist að fara, eða að íhuga að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent