Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykavíkur við Bæjarháls er ónýtt vegna raka og myglu. Vísir/Pjetur Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetning glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitur Reykjavíkur muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Efla verkfræðistofa og Vahnen Group frá Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápuaðferðin komi best út varðandi líftíma, áreiðanleika, kostnað og verktíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vesturhúsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 milljónir króna. Þetta eru leikskólaranir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Það er athyglisvert samhengi í ljósi þess að frá mörgum leikskólum borgarinnar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skólastarfi í vetur. Eru margir leikskóla ýmist að fara, eða að íhuga að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetning glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitur Reykjavíkur muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Efla verkfræðistofa og Vahnen Group frá Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápuaðferðin komi best út varðandi líftíma, áreiðanleika, kostnað og verktíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vesturhúsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 milljónir króna. Þetta eru leikskólaranir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Það er athyglisvert samhengi í ljósi þess að frá mörgum leikskólum borgarinnar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skólastarfi í vetur. Eru margir leikskóla ýmist að fara, eða að íhuga að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira