Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. september 2017 07:00 Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykavíkur við Bæjarháls er ónýtt vegna raka og myglu. Vísir/Pjetur Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetning glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitur Reykjavíkur muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Efla verkfræðistofa og Vahnen Group frá Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápuaðferðin komi best út varðandi líftíma, áreiðanleika, kostnað og verktíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vesturhúsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 milljónir króna. Þetta eru leikskólaranir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Það er athyglisvert samhengi í ljósi þess að frá mörgum leikskólum borgarinnar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skólastarfi í vetur. Eru margir leikskóla ýmist að fara, eða að íhuga að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fyrir þær 1.750 milljónir króna sem áætlað er að uppsetning glerkápu utan um vesturhús höfuðstöðva Orkuveitur Reykjavíkur muni kosta mætti greiða öllum starfsmönnum tíu leikskóla í Reykjavík laun í heilt ár. Glerkápuhugmyndin er bæði ódýrasti raunhæfi möguleikinn sem lagður hefur verið fram og sá sem báðir ráðgjafar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Efla verkfræðistofa og Vahnen Group frá Finnlandi, mæla með að verði fyrir valinu. Um er að ræða að byggð yrði glerkápa utan um húsið og útveggir hússins látnir standa. Þeir yrðu þó endurbyggðir að innanverðu og haldið bili upp á einn metra milli kápu og útveggja. Tilgangur kápu yrði að verja húsið gegn ágangi regnvatns. Ráðgjafar OR segja að regnkápuaðferðin komi best út varðandi líftíma, áreiðanleika, kostnað og verktíma. Síðan má ekki gleyma að áfallinn kostnaður vegna tilraunaviðgerða OR á húsinu, sem hófust um mitt ár 2016, nemur þegar 460 milljónum króna. Forstjóri OR hefur hefur látið hafa eftir sér að tjónið muni með einum eða öðrum hætti lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins. Með aðstoð reiknivélarinnar Opin fjármál Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar má finna út hvað gera mætti fyrir þær fjárhæðir sem fyrirséð er að viðgerðirnar á vesturhúsinu munu kosta. Þar er hægt að sjá launakostnað hvers leikskóla borgarinnar í fyrra og miðað við það mætti greiða starfsfólki tíu leikskóla laun í heilt ár fyrir rétt um 1.750 milljónir króna. Þetta eru leikskólaranir Laugasól, Sunnufold, Bjartahlíð, Sunnuás, Miðborg, Hálsaskógur, Borg, Sólborg, Suðurborg og Hlíð. Það er athyglisvert samhengi í ljósi þess að frá mörgum leikskólum borgarinnar berast nú þau skilaboð til foreldra barna að mannekla muni að líkindum koma niður á skólastarfi í vetur. Eru margir leikskóla ýmist að fara, eða að íhuga að skerða opnunartíma til að mæta þeim vanda sem við þeim blasir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira