Lögreglan var tilbúin að rýma hverfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 09:57 Mikill eldur logaði, og sömuleiðis lagði mikinn reyk frá húsnæðinu. mynd/lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra
Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent