„Það nötraði bókstaflega allt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 10:37 Una Sighvatsdóttir í Herat, en þessi mynd var tekin af henni í gær. mynd/una „Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38