Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2017 21:30 Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Grafík/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan: Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan:
Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45