Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2017 21:30 Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Grafík/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan: Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan:
Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45