Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2017 21:30 Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Grafík/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan: Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan:
Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45