Innlent

Reyna að koma böndum á brennandi heita gufu í Hellisheiðarvirkjun

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá störfum slökkviliðs við Hellisheiðarvirkjun.
Frá störfum slökkviliðs við Hellisheiðarvirkjun.
Brunavarnir Árnessýslu eru nú að störfum í Hellisheiðarvirkjun þar sem þétting gaf sig í skiljuvatnslokahúsi um klukkan ellefu í morgun.

Þegar það gerðist sprautaðist gufa og önnur efni sem er hættuleg mönnum sem varð til þess að kalla þurfti til reykkafara frá slökkviliðinu. Gufan er um 280 gráðu heit og aðstæður því virkilega erfiðar.

Tíu slökkviliðsmenn ásamt starfsmönnum Hellisheiðarvirkjunar reyna nú að koma rafbúnaði fyrir við lögnina til að auðvelda fyrir við stöðva lekann.

Húsið er rakaþétt og segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu, að aðstæðurnar í húsinu séu eins og að vera í vel heitu gufubaði.

Ekki er vitað hvað verkið mun taka langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×