Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar. Mynd/Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira