Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar. Mynd/Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira