Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar. Mynd/Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira