Flutt aftur til Íslands og íhugar bókarskrif Guðný Hrönn skrifar 22. júní 2017 09:30 Kolbrún og fjölskylda höfðu búið í Danmörku í næstum fjögur ár. Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira