Tæplega helmingur þjóðarinnar fengið vegabréf á tveimur árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 19:00 Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir. Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir.
Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01