Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 12:30 Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. vísir/Þorbjörn Þórðarson Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs. Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs.
Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01