Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 12:30 Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. vísir/Þorbjörn Þórðarson Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs. Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs.
Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01