Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2017 20:55 Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. Tekjur bænda í Dalabyggð hafa fallið um 160 milljónir króna á tveimur árum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Eyjólf Ingva Bjarnason, sauðfjárbónda í Ásgarði. Fá héruð eru eins háð sauðfjárrækt og Dalir en þar eru um 90 býli sem byggja afkomu sína á sölu lambakjöts. Þegar formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu er spurður um stemmninguna meðal bænda þetta haustið er svarið: „Menn bara þegja. Menn eru kjaftstopp. Menn ræða þetta ekki. Staðan er bara alvarleg,” segir Eyjólfur Ingvi.Hann segir að fyrir tveimur árum hafi verðmæti innleggs sauðfjárbænda í Dalabyggð numið alls 402 milljónum króna. Í haust sé það 242 milljónir. Þetta sé 160 milljóna króna tekjufall á launum bænda í héraðinu. Hann tekur dæmi af sjálfum sér. Hann fái frá afurðastöð 360 kr. fyrir kílóið, frá ríkinu í gegnum búvörusamning 550 krónur. Á vanti 290 krónur upp í 1.200 króna framleiðslukostnað á kílóið. „Þessi 1.200 króna framleiðslukostnaður miðast við 160 þúsund króna mánaðarlaun, sem eru ekki einu sinni há laun í dag. Þannig að skilaverðið er allt of lágt. Sauðfjárbændur vinna bara launalausir í ár.” Þeir standi frammi fyrir útlögðum kostnaði næsta árs. „Ég get nefnt fyrir mig: Ég er með á gjalddaga núna í október áburð, rúlluplast og fleira. Ég er búinn að heyja fyrir næsta ár. Ég get ekki bakkað með þann kostnað. Ég er búinn að leggja út fyrir þessum kostnaði. Ég þarf að greiða hann. En ég fæ ekkert fyrir lömbin sem ég er búinn að slátra. Ég sendi sjálfur í slátrun núna á þriðjudaginn 210 lömb. Ég fæ 5.500 krónur fyrir lambið.”Frá Ásgarði í Dölum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eyjólfur óttast hrun byggðarinnar. „Það getur farið af stað byggðaspírall. Segjum sem svo að það fari þrjár fjölskyldur í gjaldþrot hér á þessu svæði. Þá breytast forsendur í Búðardal fyrir rekstri skólans. Þá getur fjórða fjölskyldan farið því það er ekki grundvöllur fyrir einni kennarastöðu. Það er þessi byggðaspírall sem getur farið af stað og raun og veru enginn veit hvar endar.” Frá Búðardal. Þetta er eini þéttbýlisstaður Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir málið svo brýnt að Alþingi geti ekki farið heim án þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. „Nei. Það getur það ekki. En ég hef hins vegar enga trú á því að þeir geri neitt. Það er mín tilfinning. Það er pólitísk upplausn í landinu og ég held að það verði ekkert gert,” segir Eyjólfur í Ásgarði. Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. 31. ágúst 2017 08:22 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. Tekjur bænda í Dalabyggð hafa fallið um 160 milljónir króna á tveimur árum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Eyjólf Ingva Bjarnason, sauðfjárbónda í Ásgarði. Fá héruð eru eins háð sauðfjárrækt og Dalir en þar eru um 90 býli sem byggja afkomu sína á sölu lambakjöts. Þegar formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu er spurður um stemmninguna meðal bænda þetta haustið er svarið: „Menn bara þegja. Menn eru kjaftstopp. Menn ræða þetta ekki. Staðan er bara alvarleg,” segir Eyjólfur Ingvi.Hann segir að fyrir tveimur árum hafi verðmæti innleggs sauðfjárbænda í Dalabyggð numið alls 402 milljónum króna. Í haust sé það 242 milljónir. Þetta sé 160 milljóna króna tekjufall á launum bænda í héraðinu. Hann tekur dæmi af sjálfum sér. Hann fái frá afurðastöð 360 kr. fyrir kílóið, frá ríkinu í gegnum búvörusamning 550 krónur. Á vanti 290 krónur upp í 1.200 króna framleiðslukostnað á kílóið. „Þessi 1.200 króna framleiðslukostnaður miðast við 160 þúsund króna mánaðarlaun, sem eru ekki einu sinni há laun í dag. Þannig að skilaverðið er allt of lágt. Sauðfjárbændur vinna bara launalausir í ár.” Þeir standi frammi fyrir útlögðum kostnaði næsta árs. „Ég get nefnt fyrir mig: Ég er með á gjalddaga núna í október áburð, rúlluplast og fleira. Ég er búinn að heyja fyrir næsta ár. Ég get ekki bakkað með þann kostnað. Ég er búinn að leggja út fyrir þessum kostnaði. Ég þarf að greiða hann. En ég fæ ekkert fyrir lömbin sem ég er búinn að slátra. Ég sendi sjálfur í slátrun núna á þriðjudaginn 210 lömb. Ég fæ 5.500 krónur fyrir lambið.”Frá Ásgarði í Dölum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eyjólfur óttast hrun byggðarinnar. „Það getur farið af stað byggðaspírall. Segjum sem svo að það fari þrjár fjölskyldur í gjaldþrot hér á þessu svæði. Þá breytast forsendur í Búðardal fyrir rekstri skólans. Þá getur fjórða fjölskyldan farið því það er ekki grundvöllur fyrir einni kennarastöðu. Það er þessi byggðaspírall sem getur farið af stað og raun og veru enginn veit hvar endar.” Frá Búðardal. Þetta er eini þéttbýlisstaður Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir málið svo brýnt að Alþingi geti ekki farið heim án þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. „Nei. Það getur það ekki. En ég hef hins vegar enga trú á því að þeir geri neitt. Það er mín tilfinning. Það er pólitísk upplausn í landinu og ég held að það verði ekkert gert,” segir Eyjólfur í Ásgarði.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. 31. ágúst 2017 08:22 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23
Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. 31. ágúst 2017 08:22
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30
Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30