Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sæunn Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2017 15:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir stöðuna í sauðfjárræktun vera grafalvarlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, telur að stjórnvöld þurfi að grípa inn í vegna umframframleiðslu af lambakjöti. Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. Sigurður Ingi segir að fundurinn hafi gengið vel en nú sé mikilvægt að ríkisvaldið komi að málinu. „Fundurinn var mjög góður, upplýsandi af hálfu sauðfjárbænda, Bændasamtakanna og sláturleyfishafa. Staðan er auðvitað grafalvarleg.“ Formaðurinn segir að ytri aðstæður á mörkuðum erlendis hafi orðið til þess að þó að framleiðslan hafi ekki aukist hérlendis að neinu ráði á síðustu árum, þá sé framleitt verulega umfram það sem menn geta selt með góðum hætti. Hann segir sauðfjárrækt vera grundvallaratvinnugrein í byggðum landsins, líkt og Háskólinn á Akureyri hafi bent á í skýrslu 2015. „Sumt af þessu eru afleiðingar af pólitískum ákvörðunum og þess vegna mjög eðlilegt að ríkisvaldið komi að þessu með inngripum á markaði. Þetta voru yfirvegaðar, gegnumhugsaðar tillögur sem voru lagðar þarna fram. Nú á nefndin fund með ráðherra á mánudaginn og ég vænti þess að ráðuneytið verði komið með greiningu á stöðunni, hversu alvarleg hún er hvað varðar byggðir lands og þessa atvinnugrein og hvaða skynsamlegar leiðir eru þarna til úrbóta.“Telur þú að þíð gætuð mögulega komið inn með hugmyndir að því að minnka framleiðslu?„Í þessum hugmyndum bænda þá eru þeir að taka verkefni til sín. Það er ekkert verið að biðja fyrst og fremst um fjármagn frá ríkinu. Það er auðvitað í bland, að fá stuðning ríkisins til ákveðinna aðgerða. Það þarf hugsanlega að gera lagabreytingar hvað varðar útflutningsskyldu og slíka hluti. Fyrst og fremst er greinin sjálf að taka verulega drastískar ákvaranir um það hvernig megi aðlaga framleiðsluna að markaðshorfunum eins og þær eru í dag,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Tengdar fréttir Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, telur að stjórnvöld þurfi að grípa inn í vegna umframframleiðslu af lambakjöti. Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. Sigurður Ingi segir að fundurinn hafi gengið vel en nú sé mikilvægt að ríkisvaldið komi að málinu. „Fundurinn var mjög góður, upplýsandi af hálfu sauðfjárbænda, Bændasamtakanna og sláturleyfishafa. Staðan er auðvitað grafalvarleg.“ Formaðurinn segir að ytri aðstæður á mörkuðum erlendis hafi orðið til þess að þó að framleiðslan hafi ekki aukist hérlendis að neinu ráði á síðustu árum, þá sé framleitt verulega umfram það sem menn geta selt með góðum hætti. Hann segir sauðfjárrækt vera grundvallaratvinnugrein í byggðum landsins, líkt og Háskólinn á Akureyri hafi bent á í skýrslu 2015. „Sumt af þessu eru afleiðingar af pólitískum ákvörðunum og þess vegna mjög eðlilegt að ríkisvaldið komi að þessu með inngripum á markaði. Þetta voru yfirvegaðar, gegnumhugsaðar tillögur sem voru lagðar þarna fram. Nú á nefndin fund með ráðherra á mánudaginn og ég vænti þess að ráðuneytið verði komið með greiningu á stöðunni, hversu alvarleg hún er hvað varðar byggðir lands og þessa atvinnugrein og hvaða skynsamlegar leiðir eru þarna til úrbóta.“Telur þú að þíð gætuð mögulega komið inn með hugmyndir að því að minnka framleiðslu?„Í þessum hugmyndum bænda þá eru þeir að taka verkefni til sín. Það er ekkert verið að biðja fyrst og fremst um fjármagn frá ríkinu. Það er auðvitað í bland, að fá stuðning ríkisins til ákveðinna aðgerða. Það þarf hugsanlega að gera lagabreytingar hvað varðar útflutningsskyldu og slíka hluti. Fyrst og fremst er greinin sjálf að taka verulega drastískar ákvaranir um það hvernig megi aðlaga framleiðsluna að markaðshorfunum eins og þær eru í dag,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Tengdar fréttir Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45