Fjögur ákærð fyrir stórfellt peningaþvætti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 21:10 Fjórmenningarnir eru ákærð fyrir að flytja eða gera tilraunir til að flytja um fimmtíu milljónir úr landi. Vísir/Valli Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga, þrjá karla og eina konu, fyrir stórfellt peningaþvætti sem framið var árið 2015 og 2016. Eru þau ákærð fyrir að flytja eða gera tilraunir til að flytja um fimmtíu milljónir úr landi. Einn þeirra ákærðu er nígerískur og var framseldur til Íslands frá Ítalíu í ágúst og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Sá sem talinn er vera höfuðpaurinn í málinu er einnig nígerískur en hefur ekki fundist en rannsókn lögreglu á málinu hófst þann 25. febrúar í fyrra. Á höfuðpaurinn að hafa komist í tölvupóstsamskipti íslensks útgerðarfyrirtækis og suðurkóresks fyrirtækis. Þannig hafi hann gabbað Suðurkóreska félagið til að leggja alls 50 milljónir inn á íslenskan bankareikning sem íslensk kona útvegaði honum.Kynntust á einkamálasíðu Konan sem ákærð er í málinu segist hafa kynnst höfuðpaurnum sem aldrei hefur fundist á einkamálasíðu árið 2006. Síðan hafi þau nokkrum sinnum hist á Ítalíu og einu sinni annars staðar í Evrópu. Síðla árs 2015 hafði maðurinn samband við hana og bað hana um að útvega sér íslenskan bankareikning svo hann gæti millifært fjármuni á hann. Fékk konan aðstoð frá öðrum íslenskum manni og voru fjármunirnir millifærðir inn á reikning fyrirtækis í hans eigu. Nígeríumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi kom til landsins 2. febrúar 2016 gagngert til að taka við peningunum og senda þá með símgreiðslu til félags í Hong Kong. Hafði hann meðferðis nauðsynleg skjöl sem hafi verið tilhæfulausir reikningar um viðskipti sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Hin þrjú sem ákærð eru í málinu hafi síðan farið í Arion banka með skjöl sem Nígeríumaðurinn hafði útbúið og millifært í tvennu lagi um 21,7 milljónir króna til félagsins í Hong kong. Svo virðist sem að maðurinn hafi útbúið nauðsynleg skjöl svo hægt væri að koma hluta fjármunanna úr landi auk þess sem hann hafi móttekið reiðufé. Maðurinn fór svo úr landi þann 10. febrúar 2016 og gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum þann 30. mars 2016. Þann 4. apríl sama ár óskaði skrifstofa almannaöryggis innanríkisráðuneytisins eftir því að hann yrði eftirlýstur og handtekinn hvar sem til hans mundi nást og síðan framseldur íslenskum yfirvöldum.Kannaðist ekki við gögn Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Bologna á Ítalíu þann 14. febrúar síðastliðinn og var farið fram á að hann yrði framseldur. Féllust ítölsk yfirvöld á framsalið þann 10. júlí og var hann fluttur til Íslands þann 17. ágúst og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hæstiréttur staðfesti í dag að maðurinn skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 19. október næstkomandi. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn kannast við að hafa komið til Íslands í byrjun síðasta árs að beiðni hins ófundna höfuðpaurs. Hann hefði aldrei komið til Íslands, verið forvitinn um landið og féllst á ferðina þar sem hann fengi frítt flugfar og uppihald auk þess að honum hafði verið lofað 500 evrum að launum þegar hann kæmi aftur til Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar hafi verið að eiga samskipti við íslensku konuna vegna millifærslu á fjármunum sem maðurinn hafi sagt að væru vegna viðskipta, en honum hafi ekki verið gert ljóst hver þau væru. Hann hafði kannast við að hafa hitt hina sakborningana þrjá, farið með þeim út að borða og skemmt sér. Hann kannaðist þó ekki við að hafa komið með þau gögn sem aðrir sakborningar í málinu segja að hann hafi framvísað eða útbúið þá reikninga sem bornir voru undir hann við yfirheyrslur. Hann hafi einungis séð tvær millifærslukvittanir sem hann hafi tekið mynd af á síma og sent hinum ófundna nígeríska höfuðpaur.Óttast að maðurinn færi úr landiVið brottförina frá Íslandi hafi konan síðan afhent honum íslenska fjármuni sem hún hafi sagt honum að skipta í evrur á flugvellinum og afhenda höfuðpaurnum. Muni þetta hafa verið um 2700 evrur en hluti af því hafi verið afgangur af framfærslupeningum sem hann hafi fengið við komuna til Íslands. Ákæra í málinu var gefin út þann 20. september en hefur ekki verið birt öllum sakborningum í málinu. Héraðssaksóknari fór fram á það í síðustu viku að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt peningaþvætti. Þá telur saksóknari nauðsynlegt að hann sé í varðhaldi vegna þess að veruleg hætta sé á að hann reyni að koma sér úr landi. Hann eigi fjölskyldu og hafi auk þess engin tengsl við Ísland. Dómsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga, þrjá karla og eina konu, fyrir stórfellt peningaþvætti sem framið var árið 2015 og 2016. Eru þau ákærð fyrir að flytja eða gera tilraunir til að flytja um fimmtíu milljónir úr landi. Einn þeirra ákærðu er nígerískur og var framseldur til Íslands frá Ítalíu í ágúst og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Sá sem talinn er vera höfuðpaurinn í málinu er einnig nígerískur en hefur ekki fundist en rannsókn lögreglu á málinu hófst þann 25. febrúar í fyrra. Á höfuðpaurinn að hafa komist í tölvupóstsamskipti íslensks útgerðarfyrirtækis og suðurkóresks fyrirtækis. Þannig hafi hann gabbað Suðurkóreska félagið til að leggja alls 50 milljónir inn á íslenskan bankareikning sem íslensk kona útvegaði honum.Kynntust á einkamálasíðu Konan sem ákærð er í málinu segist hafa kynnst höfuðpaurnum sem aldrei hefur fundist á einkamálasíðu árið 2006. Síðan hafi þau nokkrum sinnum hist á Ítalíu og einu sinni annars staðar í Evrópu. Síðla árs 2015 hafði maðurinn samband við hana og bað hana um að útvega sér íslenskan bankareikning svo hann gæti millifært fjármuni á hann. Fékk konan aðstoð frá öðrum íslenskum manni og voru fjármunirnir millifærðir inn á reikning fyrirtækis í hans eigu. Nígeríumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi kom til landsins 2. febrúar 2016 gagngert til að taka við peningunum og senda þá með símgreiðslu til félags í Hong Kong. Hafði hann meðferðis nauðsynleg skjöl sem hafi verið tilhæfulausir reikningar um viðskipti sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Hin þrjú sem ákærð eru í málinu hafi síðan farið í Arion banka með skjöl sem Nígeríumaðurinn hafði útbúið og millifært í tvennu lagi um 21,7 milljónir króna til félagsins í Hong kong. Svo virðist sem að maðurinn hafi útbúið nauðsynleg skjöl svo hægt væri að koma hluta fjármunanna úr landi auk þess sem hann hafi móttekið reiðufé. Maðurinn fór svo úr landi þann 10. febrúar 2016 og gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum þann 30. mars 2016. Þann 4. apríl sama ár óskaði skrifstofa almannaöryggis innanríkisráðuneytisins eftir því að hann yrði eftirlýstur og handtekinn hvar sem til hans mundi nást og síðan framseldur íslenskum yfirvöldum.Kannaðist ekki við gögn Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Bologna á Ítalíu þann 14. febrúar síðastliðinn og var farið fram á að hann yrði framseldur. Féllust ítölsk yfirvöld á framsalið þann 10. júlí og var hann fluttur til Íslands þann 17. ágúst og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hæstiréttur staðfesti í dag að maðurinn skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 19. október næstkomandi. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn kannast við að hafa komið til Íslands í byrjun síðasta árs að beiðni hins ófundna höfuðpaurs. Hann hefði aldrei komið til Íslands, verið forvitinn um landið og féllst á ferðina þar sem hann fengi frítt flugfar og uppihald auk þess að honum hafði verið lofað 500 evrum að launum þegar hann kæmi aftur til Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar hafi verið að eiga samskipti við íslensku konuna vegna millifærslu á fjármunum sem maðurinn hafi sagt að væru vegna viðskipta, en honum hafi ekki verið gert ljóst hver þau væru. Hann hafði kannast við að hafa hitt hina sakborningana þrjá, farið með þeim út að borða og skemmt sér. Hann kannaðist þó ekki við að hafa komið með þau gögn sem aðrir sakborningar í málinu segja að hann hafi framvísað eða útbúið þá reikninga sem bornir voru undir hann við yfirheyrslur. Hann hafi einungis séð tvær millifærslukvittanir sem hann hafi tekið mynd af á síma og sent hinum ófundna nígeríska höfuðpaur.Óttast að maðurinn færi úr landiVið brottförina frá Íslandi hafi konan síðan afhent honum íslenska fjármuni sem hún hafi sagt honum að skipta í evrur á flugvellinum og afhenda höfuðpaurnum. Muni þetta hafa verið um 2700 evrur en hluti af því hafi verið afgangur af framfærslupeningum sem hann hafi fengið við komuna til Íslands. Ákæra í málinu var gefin út þann 20. september en hefur ekki verið birt öllum sakborningum í málinu. Héraðssaksóknari fór fram á það í síðustu viku að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt peningaþvætti. Þá telur saksóknari nauðsynlegt að hann sé í varðhaldi vegna þess að veruleg hætta sé á að hann reyni að koma sér úr landi. Hann eigi fjölskyldu og hafi auk þess engin tengsl við Ísland.
Dómsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira