Íslenska fyrir útlendinga orðin ein vinsælasta greinin innan HÍ Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2017 06:00 Nærri 7.300 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2017-2018. vísir/gva Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira