„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 20:10 Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaður Vísir/AFP „Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“ Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“
Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57