Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. janúar 2017 19:31 Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr. Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr.
Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15