Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. janúar 2017 14:15 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. Frá því hefur verið greint að Landlæknir hefur heimilað Klínikinni í Ármúla að opna fyrstu einkareknu legudeildina á Íslandi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, að ekki væri um stefnubreytingu í heilbrigðismálum að ræða, heimild landlæknis byggi á fyrirliggjandi lögum.Sjá: „Fyrsti einkaaðilinn hefur fengið leyfi til að reka legudeild.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans telur að rekstur af þessu tagi myndi veikja rekstur Landspítalans og að heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til málsins. „[Þessar hugmyndir] leggjast ekki vel í mig og okkur á Landspítala,“ segir Páll. „Spítalinn á nú þegar í góðu samstarfi við veitendur einkaþjónustu. Við höfum alltaf sagt að hluti af þjónustu Landspítalans geti verið fyrir utan spítalann og þá horfum við helst til hjúkrunarþjónustu, við aldraða sérstaklega, því það hentar sjúklingunum einfaldlega betur að vera utan spítalans,“ segir hann. Páll segir að ekki kreppi að hjá Landspítala þegar kemur að sömu þjónustu sem Klíníkin í Ármúla ætlar að bjóða upp á. „Þótt að fjölbreytt rekstrarform sjúkrahúsa kunni að henta erlendis verður að hafa í huga að við íslendingar erum fámenn þjóð og að dreifa mjög sérhæfðri þjónustu víða er óhagkvæmt. Yrði af þessum áformum myndi það ekki einfalda rekstur Landspítala eins og fram er haldið. Það myndi flækja hann.“ Hann segir Landspítalann færan um að sinna þessari þjónustu og segir ákvörðun um slíkt einkasjúkrahús pólitíska ábyrgð heilbrigðisráðherra. „Þó að embætti Landlæknis telji þjónustuna uppfylla faglegar kröfur þá er um pólitíska ákvörðun að ræða,“ segir Páll en ráðherra þarf í því samhengi að horfa til 40 gr. laga um sjúkratryggingar frá 2008. Sú grein kveður á um að þegar samið er við einkarekna þjónustu skal gæta þess að hún raski ekki þeirri þjónustu sem fyrir er og ber að veita samkvæmt lögum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.Vísir/PjeturPáll hefur upplýst Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra um málið. Það sé nú á hans borði. Þá hefur BSRB skorað á heilbrigðisráðherra að standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi og opna ekki á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu frá BSRB segir að sterkt opinbert heilbrigðiskerfi tryggi skilvirkari innleiðingu á heildarstefnu í heilbrigðismálum. Þá hefur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallað á eftir því að velferðarnefnd Alþingis fundi um málið. Sjá: „Óskar eftir fundi í velferðarnefnd vegna legudeildar Klíníkinnar.“ Hún hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðherra, landlæknir, forstjóri Landspítala og forsvarsmenn Klínikinnar komi á fund nefndarinnar. Elsa Lára veltir því upp á Facebook síðu sinni hvort að sambærilegir samningar verði gerðir við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum. Hún bendir á að auð rými séu á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og nefnir sem dæmi á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. „Ég held að það sé annar mikilvægur punktur,“ segir Páll aðspurður um sjúkrahúsin á landsbyggðinni. „Það þarf að huga að því að sjúkrahús á landsbyggðinni fái tækifæri til að efla sig. Það höfum við séð í átaki um biðlista. Bæði í sjúkrahúsinu á Akureyri og Akranesi hafa verið að sinna töluvert af liðskiptaaðgerðum. Það er nokkuð mikilvægur þáttur sem hefur verið nýttur og er full ástæða til að nýta áfram. Ég tel að opnun á klíník eins og í Ármúlanum muni draga úr þjónustu af þessu tagi úti á landi,“ segir hann. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. Frá því hefur verið greint að Landlæknir hefur heimilað Klínikinni í Ármúla að opna fyrstu einkareknu legudeildina á Íslandi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, að ekki væri um stefnubreytingu í heilbrigðismálum að ræða, heimild landlæknis byggi á fyrirliggjandi lögum.Sjá: „Fyrsti einkaaðilinn hefur fengið leyfi til að reka legudeild.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans telur að rekstur af þessu tagi myndi veikja rekstur Landspítalans og að heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til málsins. „[Þessar hugmyndir] leggjast ekki vel í mig og okkur á Landspítala,“ segir Páll. „Spítalinn á nú þegar í góðu samstarfi við veitendur einkaþjónustu. Við höfum alltaf sagt að hluti af þjónustu Landspítalans geti verið fyrir utan spítalann og þá horfum við helst til hjúkrunarþjónustu, við aldraða sérstaklega, því það hentar sjúklingunum einfaldlega betur að vera utan spítalans,“ segir hann. Páll segir að ekki kreppi að hjá Landspítala þegar kemur að sömu þjónustu sem Klíníkin í Ármúla ætlar að bjóða upp á. „Þótt að fjölbreytt rekstrarform sjúkrahúsa kunni að henta erlendis verður að hafa í huga að við íslendingar erum fámenn þjóð og að dreifa mjög sérhæfðri þjónustu víða er óhagkvæmt. Yrði af þessum áformum myndi það ekki einfalda rekstur Landspítala eins og fram er haldið. Það myndi flækja hann.“ Hann segir Landspítalann færan um að sinna þessari þjónustu og segir ákvörðun um slíkt einkasjúkrahús pólitíska ábyrgð heilbrigðisráðherra. „Þó að embætti Landlæknis telji þjónustuna uppfylla faglegar kröfur þá er um pólitíska ákvörðun að ræða,“ segir Páll en ráðherra þarf í því samhengi að horfa til 40 gr. laga um sjúkratryggingar frá 2008. Sú grein kveður á um að þegar samið er við einkarekna þjónustu skal gæta þess að hún raski ekki þeirri þjónustu sem fyrir er og ber að veita samkvæmt lögum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.Vísir/PjeturPáll hefur upplýst Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra um málið. Það sé nú á hans borði. Þá hefur BSRB skorað á heilbrigðisráðherra að standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi og opna ekki á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu frá BSRB segir að sterkt opinbert heilbrigðiskerfi tryggi skilvirkari innleiðingu á heildarstefnu í heilbrigðismálum. Þá hefur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallað á eftir því að velferðarnefnd Alþingis fundi um málið. Sjá: „Óskar eftir fundi í velferðarnefnd vegna legudeildar Klíníkinnar.“ Hún hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðherra, landlæknir, forstjóri Landspítala og forsvarsmenn Klínikinnar komi á fund nefndarinnar. Elsa Lára veltir því upp á Facebook síðu sinni hvort að sambærilegir samningar verði gerðir við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum. Hún bendir á að auð rými séu á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og nefnir sem dæmi á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. „Ég held að það sé annar mikilvægur punktur,“ segir Páll aðspurður um sjúkrahúsin á landsbyggðinni. „Það þarf að huga að því að sjúkrahús á landsbyggðinni fái tækifæri til að efla sig. Það höfum við séð í átaki um biðlista. Bæði í sjúkrahúsinu á Akureyri og Akranesi hafa verið að sinna töluvert af liðskiptaaðgerðum. Það er nokkuð mikilvægur þáttur sem hefur verið nýttur og er full ástæða til að nýta áfram. Ég tel að opnun á klíník eins og í Ármúlanum muni draga úr þjónustu af þessu tagi úti á landi,“ segir hann.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira