Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 15:56 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, sjást hér fyrir miðri mynd í þingsal. Þau greiddu bæði atkvæði gegn því að flokkurinn færi í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. vísir/anton brink „Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00