Innlent

Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Formenn flokkanna þriggja sem eru á leið í stjórnarmyndunarviðræður
Formenn flokkanna þriggja sem eru á leið í stjórnarmyndunarviðræður Vísir/Eyþór/Hanna/Daníel
Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Slík ríkisstjórn hefði 35 þingmanna meirihluta en flokkarnir þrír eru stærsti flokkarnar á Alþingi.

Óformlegar viðræður á milli flokkanna þriggja hafa staðið yfir síðustu daga en nú má búast við að vinna við málefnasamning hefjist af krafti. Rúmar tvær vikur eru frá kosningum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur nú þegar látið reyna á myndun ríkisstjórnar með Framsóknarflokknum, Pírötum og Samfylkingunni, án árangurs.

Hér að neðan verður fylgst með framvindu mála í dag, nýjustu fregnum sem og viðbrögðum við fyrirhuguðum ríkisstjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×