Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 12:29 Reikningur hvíta þjóðernissinnans Richards Spencers er einn þeirra sem Twitter vottar ekki lengur að tilheyri honum. Vísir/AFP Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að svipta áberandi boðbera hægriöfgastefnu vottun á miðlinum. Á meðal þeirra sem Twitter veitir ekki lengur staðfestingu er einn skipuleggjenda samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum í sumar sem endaði með óreirðum og dauða mótmælanda. Þekktir einstaklingar geta fengið sérstaka vottun frá Twitter sem staðfestir hver stendur að baki honum. Vottunin birtist sem blár hringur sem hakað er við í forritinu. Hver sem er hefur þó getað fengið slíka vottun frá því í fyrra. Stjórnendur Twitter segja að notendur hafi túlkað vottunina sem stuðning eða viðurkenningu á mikilvægi þeirra einstaklinga sem fá hana. Þess vegna hafi þeir ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á henni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir hafi tekið vottunina af notendum sem brjóti gegn skilmálum Twitter. Gagnrýnt hefur verið að þekktir öfgamenn hafi fengið vottun af þessu tagi á Twitter. Nú hefur Twitter svipt menn eins og Jason Kessler, sem kom að skipulagningu samkomunnar í Charlottesville í ágúst, og Richard Spencer, leiðtoga hvítra þjóðernissina í Bandaríkjunum, vottuninni. Tommy Robinson, stofnandi Enska þjóðvarðliðsins, hefur einnig misst sína vottun. Skilmálar Twitter kveða á um að notendur geti misst vottun ef þeir kynda undir hatur á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, uppruna, kynhneigðar, kyns, kynvitundar, trúar, aldurs, fötlunar eða sjúkdóms. Stjórnendur Twitter segir að einnig sé tekið tillit til hegðunar notenda utan samfélagsmiðilsins. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að svipta áberandi boðbera hægriöfgastefnu vottun á miðlinum. Á meðal þeirra sem Twitter veitir ekki lengur staðfestingu er einn skipuleggjenda samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum í sumar sem endaði með óreirðum og dauða mótmælanda. Þekktir einstaklingar geta fengið sérstaka vottun frá Twitter sem staðfestir hver stendur að baki honum. Vottunin birtist sem blár hringur sem hakað er við í forritinu. Hver sem er hefur þó getað fengið slíka vottun frá því í fyrra. Stjórnendur Twitter segja að notendur hafi túlkað vottunina sem stuðning eða viðurkenningu á mikilvægi þeirra einstaklinga sem fá hana. Þess vegna hafi þeir ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á henni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir hafi tekið vottunina af notendum sem brjóti gegn skilmálum Twitter. Gagnrýnt hefur verið að þekktir öfgamenn hafi fengið vottun af þessu tagi á Twitter. Nú hefur Twitter svipt menn eins og Jason Kessler, sem kom að skipulagningu samkomunnar í Charlottesville í ágúst, og Richard Spencer, leiðtoga hvítra þjóðernissina í Bandaríkjunum, vottuninni. Tommy Robinson, stofnandi Enska þjóðvarðliðsins, hefur einnig misst sína vottun. Skilmálar Twitter kveða á um að notendur geti misst vottun ef þeir kynda undir hatur á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, uppruna, kynhneigðar, kyns, kynvitundar, trúar, aldurs, fötlunar eða sjúkdóms. Stjórnendur Twitter segir að einnig sé tekið tillit til hegðunar notenda utan samfélagsmiðilsins.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira