Deilibíll kostar um 1.600 krónur á tímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2017 20:30 Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira