Stefnir í óefni hjá leikskólum borgarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2017 22:37 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“ Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira