Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við bæði Framtakssjóð Íslands og lífeyrissjóðina. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna. Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. Hann gagnrýnir mikinn rekstrarkostnað við Framtakssjóðinn en hann er í eigu fjórtán stærstu lífeyrissjóða landsins og Landsbankans og var stofnaður skömmu eftir hrun til að taka þátt í og móta endurreisn íslensks efnahagslífs. Ragnar ræddi mál Framtakssjóðsins sem og lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann hefur síðastliðin tíu ár öðru hvoru tekið saman rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Hann sagði að miðað við tölurnar sem hann hefur tekið saman nú sé rekstrarkostnaður fjórtán stærstu lífeyrissjóðanna sem eiga í Framtakssjóði Íslands 13,7 milljarðar króna á liðnu ári. Þá skoðaði Ragnar jafnframt starfsemi Framtakssjóðsins og segir yfirbyggingu hans með ólíkindum. „Ég fór að skoða starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Það sem ég komst að við þessa skoðun er að yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum. Þegar þessi mætingabónus, 20 milljón króna eingreiðsla, fer til framkvæmdastjórans þá eru bara tvær eignir eftir í Framtakssjóðnum. Þarna eru framkvæmdastjóri, fjórir starfsmenn og stjórn sem eru að sýsla með hlutabréf í tveimur félögum,“ sagði Ragnar og vísaði í fréttir þess efnis að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, fékk 20 milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðastliðin fjögur ár.Rekstrarkostnaðurinn 800 milljónir á þremur árum Ragnar segir að þetta hafi verið kveikjan að því að hann fór að skoða starfsemi Framtakssjóðsins. Hann telur eftir að hafa lagst yfir ársreikninga sjóðsins að þá hefði verið hægt að slíta sjóðnum fyrir fjórum árum. „Ég fór að skoða ársreikninga sjóðsins aftur í tímann og komst að því að það hefði verið hægt að slíta þessum sjóði fyrir fjórum árum síðan. Ef við tökum bara 2014, 2015 og 2016 þegar sjóðurinn átti hlutabréf í þremur félögum og var með sjö starfsmenn og heldur á 2015 og 2016 á tveimur eignum og er ennþá starfandi, meira að segja með tvo fjárfestingastjóra og er ekkert að fjárfesta, þá er rekstrarkostnaður sjóðsins á þessum þremur árum um 800 milljónir króna. Það átti að leysa hann upp árið 2014 og skila eignunum til lífeyrissjóðanna,“ sagði Ragnar í Bítinu. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar vísar hann í grein sem hann birti í morgun á Kvennablaðinu sem fjallar nánar um rekstrarkostnað Framtakssjóðsins og lífeyrissjóðanna.
Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00 Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00
Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. 25. mars 2017 10:00
Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. 20. júní 2017 13:32