Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, líkir "sous vide“-æðinu við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Mynd/Egill Bjarnason „Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
„Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent